VALMYND ×

Mygla í hluta skólans

Nýlega voru gerðar rakamælingar í kennslustofum 211-213 á annarri hæð gula hússins. Niðurstöðurnar gáfu tilefni til frekari skoðunar og því voru tekin sýni til að kanna hvort mygla leyndist í stofunum. Niðurstaða sýnatöku er að mygla fannst í öllum stofunum, mismikil þó. Ákveðið hefur verið að rýma stofurnar á þessum gangi og verða þær ekki teknar aftur í notkun fyrr en framkvæmdum er lokið.
Ráðist verður í framkvæmdir til að uppræta mygluna eins fljótt og auðið er en ljóst er að framkvæmdin verður umfangsmikil og á þessu stigi er óvíst hver verkhraðinn verður vegna skorts á iðnaðarmönnum. Því er hafin vinna við að kortleggja þá möguleika sem í boði eru fyrir skólastarfið í haust.


Aðal verkefnið núna er að koma nemendum 6. og 7. bekkjar fyrir í öðrum rýmum skólans og fer starfsfólk skólans í það verkefni strax í fyrramálið, eftir leiðbeiningum frá sérfræðingi í mygluskemmdum. Af þeim sökum verðum við að biðja foreldra um að hafa þá nemendur heima á morgun.
Eflaust vakna nú margar spurningar hjá foreldrum varðandi þetta mál og því hefur verið ákveðið að bjóða til upplýsingafundar á miðvikudaginn nk. Nákvæmari tímasetning er ekki ljós en hún verður send til foreldra um leið og hún liggur fyrir.

Deila