VALMYND ×

Mikolaj í 3. sæti í Þýskalandi

Mikolaj Ólafur Frach, pínaóleikari
Mikolaj Ólafur Frach, pínaóleikari

Nú á dögunum tók Mikolaj Ólafur Frach, nemandi í 8. bekk, þátt í alþjóðlegri píanókeppni í Austur-Þýskalandi. Þátttakendur voru 120 úrvalsnemendur frá mörgum Evrópulöndum en Mikolaj var eini Íslendingurinn og er þetta fyrsta keppnin hans á erlendri grundu, að sögn Januszar Frach, föður hans.

Það er skemmst frá því að segja að Mikolaj hafnaði í 3. sæti í sínum aldursflokki, sem er aldeilis frábær árangur hjá þessum unga tónlistarmanni og óskum við honum innilega til hamingju.