VALMYND ×

Marita fræðsla

Í morgun hélt Magnús Stefánsson hjá Marita fræðslunni fyrirlestur fyrir 5. og 6. bekk í sal skólans í boði VáVest hópsins. Forvarnarfélagið Hættu áður en þú byrjar heldur úti Maritafræðslunni sem er verkefni sem fræðir börn, unglinga og foreldra þeirra um skaðsemi fíkniefna o.fl. 

Í fræðslunni í morgun var lögð áhersla á að setja sér markmið í lífinu, standa með sjálfum sér og tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Nemendur tóku fræðslunni afar vel og voru virkir í umræðum, enda mjög meðvitaðir krakkar.

Í kvöld heldur Magnús svo fyrirlestur fyrir unglingastig skólans kl. 20:00 í sal skólans og eru foreldrar einnig velkomnir.