VALMYND ×

Lúsin á kreiki

Höfuðlús
Höfuðlús

Nú hefur höfuðlúsin gert vart við sig í nokkrum árgöngum skólans. Foreldrar eru þess vegna beðnir að fylgjast vel með hári barna sinna og annarra fjölskyldumeðlima. Mikilvægt er að allir sem fengið hafa bréf frá skólahjúkrunarfræðingi sýni samstöðu og fari að þeirri beiðni að kemba hár allra fjölskyldumeðlima reglubundið næstu tvær vikurnar, til að uppræta þennan vágest sem höfuðlúsin er.