VALMYND ×

Lummubakstur utan dyra

1 af 2

Í vetur er boðið upp á hinar ýmsu valgreinar á miðstigi, þ.e. í 5. - 7. bekk og er ein þeirra greina útivist. Í morgun skelltu krakkarnir sér í lummubakstur, utan dyra að sjálfsögðu. Gleðin skein úr andlitum krakkanna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, enda er fátt sem stenst samanburð við heitar lummur á köldum vetrarmorgni.