VALMYND ×

Lokanir á vegum

Hér má sjá nýjustu fréttir frá lögreglunni varðandi lokanir á vegum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með stöðunni í fyrramálið og fara að öllu með gát. Við uppfærum fréttir hér á síðunni um leið og við fáum frekari upplýsingar.

 

Hnífsdalsvegur lokaður.
Skutulsfjarðarbraut lokuð kl.22:00.

Að höfðu samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands og Vegagerðina hefur Hnífsdalsvegi verið lokað vegna snjóflóðahættu. Athugað verður með hvort óhætt verði að opna veginn á ný þegar birtir á morgun og hægt að meta snjóalög. Nánari upplýsingar þegar þar að kemur verða settar inn á síðu þessa sem og á vef Vegagerðarinnar og upplýsingasímann 1777.

Af sömu ástæðu hefur verið ákveðið að loka Skutulsfjarðarbraut milli Stakkaness og Tunguár kl.22:00 í kvöld. Upp úr klukkan 07:00 í fyrramálið verður athugað hvort óhætt verði að opna veginn. Ekki er hægt með vissu nú að segja nákvæmlega til um það hvenær vegurinn verður opnaður. Uppýsingar um það verða veittar hér á síðunni sem og á vef Vegagarðar og í síma 1777.

Veðurspáin gerir ráð fyrir því að vindur og úrkoma muni verða töluvert minni þegar líður á morgundaginn og þá mun Vegagerðin athuga með að opna aðrar þær leiðir sem lokaðar hafa verið.