VALMYND ×

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Á fimmtudaginn fór lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar fram í Félagsheimili Bolungarvíkur. Ellefu nemendur af norðanverðum Vestfjörðum spreyttu sig í lestrinum og stóðu sig allir með stakri prýði. Sigurvegari varð Jósef Ægir Vernharðsson frá Grunnskólanum á Suðureyri og óskum við honum innilega til hamingju, sem og öllum öðrum þátttakendum. Æfingaferlið hefur staðið yfir allt frá Degi íslenskrar tungu 16.nóvember síðastliðinn og nemendur verið duglegir og tekið miklum framförum í framsögn og að rækta talað mál.

Deila