VALMYND ×

List fyrir alla

Mynd: List fyrir alla.is
Mynd: List fyrir alla.is

Í dag fóru nemendur 1. - 4. bekkjar á barnaóperuna um Gilitrutt í Edinborgarhúsinu, í boði verkefnisins List fyrir alla.  Þjóðsagan er flutt til nútímans þar sem Gilitrutt og bóndahjónin eiga farsíma og Gilitrutt kvartar yfir því að ná engu fólki lengur því það bruni bara framhjá á jeppum og týnist aldrei lengur uppi í fjöllum. Sagan heldur sér þó nokkurn veginn óbreytt. 

List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Við þökkum kærlega fyrir góða heimsókn hingað vestur.