VALMYND ×

List fyrir alla

Í gær heimsótti Íslenski dansflokkurinn Ísfirðinga og nærsveitunga og sýndu dansverkið ,,Óður og Flexa halda afmæli". Nemendum 1. - 4. bekkjar var boðið á sýninguna, sem haldin var í Edinborgarhúsinu í boði verkefnisins List fyrir alla. Verkið sem er eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttur, fjallar um þau Óð og Flexu sem eru engir venjulegir krakkar. Þau eru ofurhetjur sem nota ímyndunaraflið til þess að fljúga og ætla sér að halda ofur skemmtilegt afmæli. 

Sýningin var mjög lifandi og skemmtileg í alla staði og skemmtu krakkar jafnt sem fullorðnir sér afar vel.