VALMYND ×

Lestrarátaki lokið

Nú er lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið, en það hefur staðið frá 1. janúar. Góð þátttaka var og komu 123 lestrarmiðar í kassann hjá okkur og verða þeir sendir til Heimilis og skóla. Dregið verður í átakinu 8. mars og mun Guðni Th. Jóhannesson forseti þá draga út fimm miða úr lestrarátakspottinum. Haft verður samband við vinningshafa samdægurs og nöfnin tilkynnt opinberlega stuttu eftir það. Við þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir.