VALMYND ×

Lesið fyrir nemendur

Þröstur Jóhannesson með nýútkomna bók sína. (Mynd: www.vf.is)
Þröstur Jóhannesson með nýútkomna bók sína. (Mynd: www.vf.is)

Í morgun kom rithöfundurinn Þröstur Jóhannesson og bauð 5. - 7. bekk upp á upplestur úr nýútkominni bók sinni ,,Sagan af Jóa". Sagan fjallar um hinn 11 ára gamla Jóa, sem er með mjög ríkt ímyndunarafl. Í huga hans flýgur sjóræningjaskipið Algata og er förinni heitið til London að bjarga pabba Jóa úr ógöngum. Í raunveruleikanum hefur Jói tekið afdrifaríka ákvörðun sem dregur dilk á eftir sér og ekki skánar ástandið þegar raunveruleikinn og hinn ímyndaði sjóræningjaheimur fara að renna saman í eitt. Allt virðist stefna í óefni og Jói veltir fyrir sér hvort sjóræningjum sé yfir höfuð treystandi.

Nemendur kunnu vel að meta upplestur höfundar og kunnum við honum kærar þakkir fyrir.

Þess má til gamans geta að Pétur Guðmundsson, myndmenntakennari við skólann, myndskreytti bókina eins og honum er einum lagið.

Deila