VALMYND ×

Leiksýning

Föstudaginn 29. nóvember sýnir leiklistarval skólans leikritið Útskriftarferðin eftir Björk Jakobsdóttur. Um 20 nemendur koma að sýningunni á einn eða annan hátt og er Elín Sveinsdóttir, leikstjóri, en hún er leiklistarkennari hér við skólann.

Sýningin hefst kl. 20:00 í sal skólans og er almennt miðaverð kr. 1.000 en kr. 800 fyrir eldri borgara, en frítt fyrir börn 5 ára og yngri.