VALMYND ×

Leikið í snjónum

Brugðið á leik á Silfurtorgi (mynd: bb.is)
Brugðið á leik á Silfurtorgi (mynd: bb.is)

Eitt af verkefnunum sem tengjast Comeniusarvinnunni í 8. bekk er að búa til myndbandsauglýsingu sem á að sýna að öll börn séu eins, hvar í heiminum sem þau búa. Hvert þátttökuland tekur upp stutt myndband af börnum að leik og síðan verður þessum myndböndum skeytt saman og bætt við tónlist og texta.

8. bekkur greip tækifærið þegar snjórinn kom í síðustu viku og brá á leik á Silfurtorgi. Kennararnir tóku leikgleðina upp á myndband sem verður lagt í þetta púkk.