VALMYND ×

Kýpurferð

Nemendur á Kýpur
Nemendur á Kýpur

Vikuna 2. - 7. nóvember s.l.  voru umsjónarkennarar 8. bekkjar, þær Herdís M. Hübner og Monica Mackintosh, á ferðalagi um Kýpur vegna Comeniusarverkefnisins All different, all the same, Europe‘s Children, sem skólinn er aðili að. Þar hittu kennarar og nemendur frá Póllandi, Portúgal, Rúmeníu og Íslandi, félaga sína á Kýpur og fræddust um land þeirra og þjóð.

Ferðin var mjög fræðandi og margt merkilegt að sjá og heyra eins og sjá má í samantekt ferðasögu þeirra Herdísar og Monicu.