VALMYND ×

Kynfræðsla

Sigríður Dögg Arnardóttir (mynd: siggadogg.is)
Sigríður Dögg Arnardóttir (mynd: siggadogg.is)

Í vikunni kom Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur og ræddi við nemendur 9. og 10. bekkjar um kynlíf, klám og ýmislegt annað um samskipti einstaklinga. Einnig hélt hún fyrirlestra fyrir foreldra og starfsfólk skólans.

Mikil ánægja var með fyrirlestrana, enda ekki oft sem rætt er um þessi mál á jafn opinskáan og hreinskilinn hátt og Sigríður Dögg gerir og voru nemendur sérstaklega duglegir að bera upp spurningar.