VALMYND ×

Kveðja frá London

Hjaltlandseyjar
Hjaltlandseyjar
1 af 5

Þann 10. apríl 2015 sendu nemendur 4.P nokkur flöskuskeyti á haf út, með aðstoð skipverja á Júlíusi Geirmundssyni, en verkefnið var hluti af ritunar- og enskunámi þeirra. Krakkarnir skrifuðu stuttar kveðjur og merktu inn á landakort hvar þeir væru staddir í heiminum. Þeir báðu svo finnendur um að hafa samband við Grunnskólann á Ísafirði.

Þrjú skeyti hafa nú rekið á land á Bretlandseyjum. Það fyrsta fannst í desember s.l., en það voru þær Marianna Glodkowska og Sólveig Perla Veigarsdóttir Olsen sem höfðu sent það. Annað skeyti fannst nú í vor frá þeim Lilju Björgu Kristjánsdóttur og Guðrúnu Dagbjörtu Sigurðardóttur. Nú um liðna helgi barst skólanum svo tölvupóstur, þar sem 9 ára gamall drengur frá London, Brian að nafni, hafði fundið þriðja flöskuskeytið í sumarfríinu sínu á Hjaltlandseyjum. Það skeyti reyndist vera frá Sigurjóni Degi Júlíussyni og Daða Hrafni Þorvarðarsyni. Brian vill endilega vera í sambandi við þá félaga og hafa þeir nú fengið netfang hans og móður hans til að svara fyrirspurnum hans.