VALMYND ×

Kórsöngur

1 af 4

Í morgun fengu nemendur góða heimsókn, þegar tveir kórar Tónlistarskóla Ísafjarðar stigu á stokk og sungu nokkur jólalög undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur við undirleik Péturs Ernis Svavarssonar. Yngri kórinn er skipaður nemendum úr 1. - 4. bekk G.Í. og sá eldri nemendum 5. - 7. bekkjar og eru kóræfingar hluti af valgreinum nemenda hér í skólanum.

Áheyrendur kunnu vel að meta þessa heimsókn og þökkum við kórunum kærlega fyrir þetta skemmtilega framlag. Hér er hægt að nálgast upptöku frá tónleikunum.