VALMYND ×

Kökubakstur

Þekking og leikni í heimilisstörfum er kjarni heimilisfræðinnar og honum tengjast allir þættir námsins, fræðilegir sem verklegir. Í verklegum greinum er stuðlað að alhliða þroska nemenda, sjálfstæði í verki og lausnaleit, auk þess sem nemendur læra að líta á eigin verk og ákvarðanir gagnrýnum augum. Þetta eykur sjálfsöryggi og starfsánægju og gefur jafnframt tækifæri til sköpunar. Fátt styrkir betur sjálfsmyndina en vel unnið verk og ekki er nú verra ef hægt er að gleðja sína nánustu í leiðinni. Nemendur í heimilisfræðivali hjá Guðlaugu Jónsdóttur, mega vera virkilega stoltir af kökunum sínum sem þeir bökuðu og skreyttu nú á dögunum. Við höfum það fyrir satt að þær séu ekki aðeins fallegar heldur einnig sérstaklega bragðgóðar og myndu sóma sér vel á veisluborðum. Stundum þurfum við að taka okkur smá hlé frá hollustunni, það er nú bara þannig!

Deila