VALMYND ×

Kjaftað um kynlíf

Í kvöld býður foreldrafélag G.Í. upp á fyrirlestur Siggu Daggar um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinga. Markmið fyrirlestrarins er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti. Í lokin gefst foreldrum kostur á að spyrja og spjalla.

Sigga Dögg er með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.A. gráðu í kynfræði (sexology) frá Curtin háskóla í Vestur Ástralíu. Sérstaða hennar sem kynfræðari er hispurslaus og hreinskilin nálgun á kynlífi sem byggir á innlendum og erlendum rannsóknum, ásamt reynslu af kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum víðsvegar um landið.

Fyrirlesturinn er í framhaldi af fræðslu sem Sigga Dögg er með hér í skólanum í dag fyrir 6. - 10. bekk og verður í dansstofu skólans kl. 20:00 - 21:30.