VALMYND ×

Keppni í Vestfjarðariðli í skólahreysti

Á morgun, fimmtudag, fer keppni fram í Vestfjarðariðlinum í skólahreysti. Riðlakeppnin er haldin í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi að þessu sinni og taka 5 skólar þátt í okkar riðli. 

Lið G.Í. þetta árið skipa þau: Andri Fannar Sóleyjarson, Friðrik Þórir Hjaltason, Guðný Birna Sigurðardóttir, Gunnar Þór Valdimarsson, Katrín Ósk Einarsdóttir og Kolfinna Veigarsdóttir Olsen. 

Við óskum okkar krökkum góðs gengis og munum að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála.