VALMYND ×

Kann 85 aukastafi Pí

Rebekka Skarphéðinsdóttir
Rebekka Skarphéðinsdóttir

Hugtakið Pí er stærðfræðilegur fasti og var upphaflega skilgreindur sem hlutfallið milli ummáls og þvermáls í hring og oftast skrifað með einungis tveimur aukastöfum þ.e. 3,14. Aukastafirnir eru þó óendanlega margir og fáir sem leggja á sig að festa fleiri en nokkra á minnið.


Rebekka Skarphéðinsdóttir, nemandi í 5. bekk G.Í. hefur þó heldur betur lagt fleiri aukastafi á minnið og þylur upp hvorki fleiri né færri en 85 eins og ekkert sé, þrátt fyrir að vera ekki farin að læra neitt ennþá um pí í námsefni stærðfræðinnar.

Að sögn Lindu Bjarkar Pétursdóttur, móður Rebekku, þá byrjaði hún smátt og smátt að bæta í minnisbankann frá því í haust. Hún sá þetta fyrst í myndinni Night at the museum og hófst þá handa. Brátt urðu aukastafirnir 20, svo 30 og ákvað hún þá að sjá til hversu langt hún næði fyrir alþjóðlega Pí-daginn 14. mars s.l., en þá voru þeir orðnir 85 talsins. 

Linda Björk segir dótturina vera algjöran límheila og hún geti t.d. þulið upp slagorð, auglýsingar og samtöl í teiknimyndum með léttum leik.

Hér má sjá myndband þar sem Rebekka hin 10 ára þylur upp Pí með 85 aukastöfum, geri aðrir betur!