VALMYND ×

Íþróttahátíð í Bolungarvík

Hin árlega íþróttahátíð í Bolungarvík verður haldin á morgun, fimmtudaginn 20. október fyrir nemendur í 8., 9. og 10.bekk. Í síðustu viku skráðu nemendur sig til keppni og nú er búið að skipta öllum í lið (gulur, rauður, grænn og blár) með nemendum úr öðrum skólum.
Nemendur eru beðnir um að mæta til keppni í sínum lit ef þeir hafa tök á. Allir fá að keppa í a.m.k. einni grein sem þeir skráðu sig í en mótshaldarar sjá um þá skiptingu.

Nokkur hagnýt atriði:
-Hátíðin verður sett kl. 10:00 og henni lýkur með balli sem er til kl.22:15
-Þeir nemendur sem ekki skráðu sig til keppni velja sér lið til að styðja.
- Ef allt gengur að óskum verður keppni lokið um kl.18:45 og ballið byrjar kl.20:00. Tímann á milli er hægt að nota til að borða og græja sig fyrir ball.
-Allir skólar fá afnot af kennslustofu sem verður læst þar sem hægt er að geyma dót og verðmæti.
-Þeir nemendur sem eru í mataráskrift fá afhentar samlokur við litla anddyri skólans (nær íþróttahúsinu) milli 12:00 og 13.00
- Sjoppa verður á staðnum þar sem hægt verður að kaupa samlokur, drykki og annað. Miðar á ballið verðar einnig seldir í sjoppunni.
- Ballið er haldið í skólanum, miðaverð er 1.500 kr.
- Rúta fer frá Holtahverfi kl. 9:20 og fer strætóleið út í bæ og tekur upp nemendur á sínum stoppistöðvum.
-Önnur rúta fer frá skólanum kl. 9:20, tekur upp nemendur í króknum og á strætóstoppistöð í Hnífsdal.
- Rúta fer frá Bolungarvík kl. 19:00 og að loknu balli kl. 22:30 strætó leið heim.
-Kennarar/starfsmenn frá skólanum verða á svæðinu allan tímann.
-Nemendur fá frjálsa mætingu í fyrsta tíma á föstudaginn.
Grunnskólinn á Ísafirði treystir því að allir mæti með bæði góða skapið og keppnisskapið.

Deila