VALMYND ×

Íþróttahátíð í Bolungarvík

Fimmtudaginn 11. október verður hin árlega íþrótthátíð haldin í Bolungarvík, þar sem skólar á norðanverðum Vestfjörðum etja kappi í hinum ýmsu íþróttagreinum.  Keppnin hefst kl. 11:00  og fer fyrsta rúta frá skólanum kl. 10:00 en hún er fyrir keppendur í fyrstu greinunum. Aðrir nemendur taka rútu kl. 10:30.  Rúturnar munu einnig stoppa í Hnífsdal og taka nemendur þaðan. 

Áætlað er að keppni ljúki milli kl. 18:30 og 19:00. Þá verður gert hlé til kl. 20:00 en þá hefst dansleikur í félagsmiðstöðinni sem lýkur kl. 23:00 og er aðgangseyrir kr. 1000. Rúta verður frá íþróttahúsinu kl. 19:00 fyrir þá sem ekki ætla á ball og einnig eru rútur til baka eftir ballið.  Á miðvikudag fá nemendur bækling með öllum nánari upplýsingum um dagskrána.