VALMYND ×

Íþróttahátíð 4. - 7. bekkjar

Á morgun verður haldin íþróttahátíð hjá 4. - 7. bekk á Torfnesi, þar sem ekki hefur verið hægt að halda skíðadag hingað til. Keppnisgreinar verða: Froskalappa-boðhlaup, skotleikur, skyrát, sippkeppni, keilustríð, besti stuðningurinn, kókosbolluát, hundur og kjötbein, köngulóafótbolti og spilaleikur. Kennarar og stuðningsfulltrúar munu einnig taka þátt í hluta af keppnisgreinum til að auka á gleðina.

Íþróttakennarar stýra keppninni og hvetja alla til mæta með góða skapið og baráttuandann. Nemendur leggja af stað frá skólanum kl. 8:15 og verður hver árgangur með sinn keppnislit. 4.bekkur verður gulur, 5.bekkur rauður, 6.bekkur grænn og 7.bekkur blár og er mikið lagt upp úr samstöðu og samvinnu. Við vonum að allir skemmti sér vel á morgun og komi endurnærðir í skólann aftur um kl. 10:30.