VALMYND ×

Hvað ef?

Íslandsbanki á Ísafirði í samstarfi við Þjóðleikhúsið og 540 Gólf leikhús, býður 8., 9. og 10. bekk G.Í. á sýninguna Hvað Ef?  mánudaginn 30. apríl í Edinborgarhúsinu kl. 11:00.  Leikritið fjallar um viðkvæm mál eins og vímuefni, áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur, einelti og foreldravandamál á skemmtilegan og nýstárlegan hátt. Flytjendur eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ólöf Jara Skagfjörð og Ævar Þór Benediktsson og leikstjóri Gunnar Sigurðsson.

Sérstök sýning  fyrir foreldra og aðra sem áhuga hafa verður kl. 20:00 sama dag og  geta foreldar eða félög haft samband  við Margréti Halldórsdóttur fristund@isafjardarbaer.is  fyrir nánari upplýsingar.

Verkið hefur hlotið einmuna lof unglinga, foreldra, kennara og þeirra sem hafa staðið í forvörnum og fræðslu um lengri eða skemmri tíma. Með húmorinn og einlægnina að vopni einsetjum við okkur að opna umræðuna um raunveruleika ungmenna á Íslandi.