VALMYND ×

Húsbyggingar á aðventu

Heimilisfræðival skólans stendur í ströngu þessa dagana við bakstur og húsbyggingar, undir styrkri stjórn Guðlaugar Jónsdóttur, heimilisfræðikennara. Venju samkvæmt á aðventunni, rísa hin glæstu piparkökuhús, sem gleðja augu og bragðlauka nemenda eins og þessar myndir bera með sér.

Í fyrstu lotu risu sjö hús og er von á fleirum í næstu viku.