VALMYND ×

Hrekkjavökuball

Í gær var Halloween ball hjá unglingastigi skólans. Mikið var lagt í skreytingar og búninga og sjálfsagt ekki fyrir mjög viðkvæma að vera á svæðinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það var mikil stemning og gaman að sjá hvað allir tóku höndum saman um að gera þetta sem skemmtilegast. Einnig má bæta því við að starfsmenn voru einstaklega hrifnir af tónlistarsmekk unglinganna.