VALMYND ×

Hrekkjavaka

Foreldrafélag grunnskólans stendur fyrir hrekkjavöku þriðjudaginn 5. nóvember fyrir 1.-7. bekk. Fyrir 1.-4. bekk verður hrekkjavökuball milli 17:00 og 18:30 og fyrir 5.-7. bekk milli 18:30 og 20:00. Pizzusneiðar á kostnaðarverði og nokkrar stöðvar með ólíkum þrautum. Hvetjum börn sem foreldra til að mæta í búningum.