VALMYND ×

Hollustan í fyrirrúmi

Grænmetisbaka með sætri chilisósu
Grænmetisbaka með sætri chilisósu
1 af 5

Valhópar á unglingastigi í heimilisfræði vinna að mjög fjölbreyttum verkefnum. Kennslan er að lang mestu leyti verkleg, en helstu markmið hennar eru þau að gera nemendur meðvitaða um gildi hollrar næringar og hjálpa þeim við að tileinka sér vönduð og góð vinnubrögð við matseld, sem án efa efla sjálfstæði og sjálfstraust þeirra. Í liðinni viku spreyttu nemendur sig á bráðhollu og gómsætu grænmetisfæði eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. /GJ