VALMYND ×

Heimsókn til Suðureyrar

Síðastliðinn fimmtudag buðu fiskvinnslufyrirtækin Íslandssaga og Klofningur á Suðureyri nemendum 1. bekkjar í heimsókn. Þetta var mikil ævintýraferð og sáu krakkarnir margskonar sjávardýr, sel, hval og marga fiska. Krakkarnir fengu höfðinglegar móttökur og fengu allir köku og safa auk 1 kg. kassa af fyrsta flokks þorski. Það voru aldeilis sælir krakkar sem komu heim eftir þessu góðu Suðureyrarheimsókn og þökkum við fiskvinnslunum kærlega fyrir þetta rausnarlega heimboð.