VALMYND ×

Heimsókn í Arnarfjörð

9. bekkur fór í heimsókn á Hrafnseyri og í Mjólkárvirkjun í dag, 26. ágúst. Ferðin gekk vel, veðrið var gott og allir hressir. Staðarhaldari á Hrafnseyri, Valdimar Halldórsson, tók á móti hópnum og byrjaði á að sýna rústir gömlu kirkjunnar og segja frá henni og ýmislegt um sögu staðarins. Síðan fór hópurinn í kapelluna þar sem sagt var meira frá sögu staðarins, Hrafni Sveinbjarnarsyni og Jóni Sigurðssyni. Eftir það var hópnum skipt upp, helmingurinn fór í gamla bæinn og borðaði nesti en hinn helmingurinn í safnið. Síðan var víxlað. Eftir það var farið út í leiki, veðrið var gott eins og fyrr segir og krakkarnir fengu lánaðan bolta og kylfu og léku sér á túninu fyrir framan bæinn. 
Um kl. 11 fór hópurinn svo aftur upp í rútu, þakkaði kærlega fyrir góðar móttökur og hélt áfram inn í fjörðinn og heimsóttum Mjólkárvirkjun. Þar var boðið upp á ágæta leiðsögn og upplýsingar og vélasalurinn skoðaður. 
Þegar því var lokið var haldið heim á leið og eftir stendur skemmtileg ferð og afskaplega fróðleg.