VALMYND ×

Heimsókn í 3X Technology

Í fyrradag var nemendum 10. bekkjar boðið í heimsókn í 3X Technology. Þar tók Karl Ásgeirsson rekstrarstjóri á móti hópnum, kynnti fyrirtækið og sýndi alla þá ótrúlega miklu hönnun og framleiðslu sem þar fer fram. Að lokum fengu allir veitingar og voru leystir út með gjöf eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Nemendur voru hæstánægðir með heimsóknina og þakka kærlega höfðinglegar móttökur.