VALMYND ×

Heimsókn frá Eyrarsól

Hér má sjá 9 krakka af þeim 36 sem heimsóttu okkur í morgun.
Hér má sjá 9 krakka af þeim 36 sem heimsóttu okkur í morgun.

Í morgun komu krakkar frá leikskólanum Eyrarsól í heimsókn til okkar. Um er að ræða 36 tilvonandi 1. bekkinga og tók Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, á móti þeim og sýndi þeim skólann. Að sjálfsögðu var margt að skoða og fannst þeim skólinn mjög stór og margmennur.

Það verður gaman að sjá þessa krakka aftur í haust þegar þeir setjast á skólabekk.