VALMYND ×

Heimsókn á slökkvistöðina

1 af 3

Í dag fór 5.HG í heimsókn á slökkvistöðina á Ísafirði. Starfsmenn stöðvarinnar tóku á móti hópnum og fræddi hann um allt mögulegt í sambandi við sjúkraflutninga og slökkvistarf. Tækjakostur bifreiðanna var mjög spennandi og fengu krakkarnir meira að segja að stíga upp í bílana og skoða þá að innan, enda eru bílarnir fullir af alls kyns tækjum og tólum sem koma sér vel þegar á þarf að halda.

Hópurinn þakkar starfsmönnum slökkvistöðvarinnar kærlega fyrir móttökurnar.