VALMYND ×

Haustveður í fjallgöngum dagsins

6. bekkur fór á Sandfell og naut náttúrunnar
6. bekkur fór á Sandfell og naut náttúrunnar

Það var heldur kuldalegur fjörðurinn í morgun þegar margir árgangar þustu upp um fjöll og firnindi. En við erum nú ýmsu vön og látum nokkrar hitagráður til eða frá ekki slá okkur út af laginu. Fjallgöngur dagsins gengu vel þrátt fyrir allt og má eflaust sjá myndir inni á heimasíðum bekkjanna.