VALMYND ×

Haustferð 10. bekkjar

Hesteyri (www.hesteyri.is)
Hesteyri (www.hesteyri.is)

Í dag fer 10. bekkur í sína árlegu haustferð norður í Jökulfirði. Siglt verður að Hesteyri og gengið þaðan að Sléttu undir leiðsögn Njáls Gíslasonar og er búist við að gangan taki um 4 - 5 klukkustundir. Farangurinn verður settur í land á Sléttu þar sem gist verður í tjöldum. Áætluð heimkoma er um kl. 13:00 á föstudag. Við óskum hópnum góðrar ferðar og vonum að veðrið leiki við þau líkt og undanfarna daga.