VALMYND ×

Haustball 10.bekkjar

Það er komið að langþráðu haustballi unglinganna okkar. 10.bekkur skólans býður 8., 9. og 10. bekk á haustball í sal Grunnskólans á Ísafirði fimmtudaginn 9.september kl 20:00-23:00. Það kostar 1.000 kr. inn á ballið og er einungis tekið við peningum. Sjoppa verður á staðnum og góð tónlist. Árgangurinn hvetur alla til að koma með góða skapið og hlakkar til að sjá sem flesta.