VALMYND ×

Halla nýr skólastjóri

Guðbjörg Halla Magnadóttir hefur verið ráðin sem skólastjóri G.Í. frá 1.ágúst næstkomandi. Halla hefur verið kennari við skólann frá árinu 1999 og deildarstjóri frá árinu 2007 og er því öllum hnútum kunnug. Hún lauk B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 2003 og MT gráðu frá Háskóla Íslands 2023. Halla er fædd og uppalin á Ísafirði, gift Þresti Jóhannessyni og eiga þau fjóra uppkomna syni. Við óskum Höllu innilega til hamingju með starfið.

Deila