VALMYND ×

Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann er nú hafið og er skólinn skráður til leiks. Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar. Með þessu er ætlunin að hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna en hreyfing vinnur m.a. gegn lífsstílstengdum sjúkdómum, stuðlar að streitulosun og betri sjálfsmynd. Einnig er markmiðið að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og kenna reglur um öryggi á göngu og á hjóli. 

Í ár tekur Ísland þátt í 14. skipti í þessu alþjóðlega verkefni sem hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi.