VALMYND ×

Góður fyrirlestur um hrelliklám

1 af 3

Í gær hélt Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrirlestur fyrir foreldra í sal skólans um þá hættu sem myndbirtingar á Netinu geta valdið. Í morgun var 5. - 10. bekk einnig boðið upp á slíka fræðslu og rætt um þær alvarlegu afleiðingar sem hrelliklám og sexting getur haft á börn. Krakkarnir voru mjög opinskáir og spurðu góðra spurninga og spruttu upp góðar umræður um þessi viðkvæmu en mikilvægu mál.