VALMYND ×

Gjöf frá árgangi 1966

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi árgangsins við gjöfina góðu
Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi árgangsins við gjöfina góðu

Fyrrverandi nemendur skólans sem fæddir eru árið 1966 hittust hér á Ísafirði nú á vordögum og rifjuðu upp gamlar og góðar minningar frá grunnskólagöngu sinni. Við það tækifæri færðu þeir skólanum 3 gítara og 2 ukulele að gjöf. Hljóðfærin koma að afar góðum notum, jafnt í kennslu sem og við allskonar tækifæri og færum við árgangi 1966 kærar þakkir fyrir.

Deila