VALMYND ×

G.Í. leiðir fjölþjóðlegt samstarfsverkefni

1 af 2

Rannís hefur úthlutað úr menntahluta Erasmus+ áætlunarinnar um 3 milljónum evra eða um 370 milljónum króna til 43 evrópskra samstarfs­verkefna. Að þessu sinni voru styrkt 34 skólaverkefni sem er sérstakur verkefnaflokkur þar sem megináherslan er á samstarf skóla, starfsmanna þeirra og nemenda. Aldrei hafa jafn mörg verkefni fengið styrk í þessum verkefnaflokki og veitir þetta skólum einstakt tækifæri til að efla alþjóðlegt samstarf og nýsköpun.

Grunnskólinn á Ísafirði hlaut styrk upp á 39.724 EUR vegna verkefnisins Living in a challenging world en það er í flokki verkefna undir íslenskri verkefnastjórn. Auk G.Í. munu skólar frá Grikklandi, Svíþjóð, Hollandi og Búlgaríu taka þátt í verkefninu sem snýst um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Jóna Benediktsdóttir, starfandi skólastjóri G.Í. á síðasta skólaári, sótti um fyrir hönd skólans síðastliðinn vetur og mun hún halda utan um verkefnið ásamt Bergljótu Halldórsdóttur kennara.