VALMYND ×

Fræðsla um kynlíf og klám

Fyrir páska bárust okkur fréttir af því að nokkrir nemendur af miðstigi hefðu verið að senda klámmyndbönd sín á milli.  Við ákváðum því að vera með fræðslu fyrir miðstigið um kynlíf, klám og mismuninn á þessu tvennu.  5.og 7.bekkur hafa þegar fengið fræðsluna og 6.bekkur fær hana í næstu viku.

Til að við getum nú öll verið í takt með þetta viljum við bjóða foreldrum á fund þar sem við sýnum hvað við vorum með fyrir krakkana og nokkrar niðurstöður rannsókna um þetta efni.  Fundurinn verður haldinn í dansstofu skólans þriðjudaginn 10.apríl kl.17:30-18:30.  Helena Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur verður með stutt innlegg og svo verður rými fyrir spjall um þetta málefni. 

Við vonumst til að sjá sem flesta því þetta er atriði sem við verðum að vera samstíga í að taka á með krökkunum.