VALMYND ×

Fjármálafræðsla

Mynd: Hrafn Snorrason
Mynd: Hrafn Snorrason
1 af 2

Í gær heimsóttu nemendur 10. bekkjar Íslandsbanka og Landsbankann í tengslum við þá fjármálafræðslu sem fram fer í stærðfræðinni. Neytendafræðsla og fjármálalæsi eru mikilvæg forsenda þess að geta metið þarfir okkar í nútíð og framtíð og erum við svo heppin að fá bankana hér á staðnum með okkur í lið til að hjálpa við þá fræðslu sem við viljum veita unglingunum okkar. Nemendur fengu hrós fyrir góða framkomu í þessari heimsókn og er alltaf gaman að fá slíkar viðurkenningar um leið og við þökkum kærlega fyrir okkur.