VALMYND ×

Fjármálafræðsla

Nemendur nutu fróðleiks og veitinga
Nemendur nutu fróðleiks og veitinga

Nú nýlega fóru nemendur 9. bekkjar í heimsókn í banka bæjarins og fengu fræðslu um ýmislegt sem viðkemur fjármálum. Skipt var í tvo hópa, annar hópurinn fór í Landsbankann og hinn í Íslandsbanka. Báðir hóparnir stóðu sig mjög vel, nemendur voru kurteisir og prúðir og spurðu gáfulegra spurninga eins og þeirra var von og vísa. Móttökurnar voru glæsilegar á báðum stöðum, góðar veitingar og mikilvægar upplýsingar. Var gerður góður rómur að þessum heimsóknum, nemendur voru margs vísari þegar heim kom og hafa eflaust getað frætt fólkið sitt heima.

Nemendur 10. bekkjar fengu einnig fjármálafræðslu í síðustu viku, þegar Rósa Ingólfsdóttir skattstjóri kom í heimsókn og fræddi þá um skattamál. Flutti hún góðan fyrirlestur og voru nemendur mjög duglegir að spyrja um ýmislegt sem brann á vörum þeirra varðandi þeirra skattamál.