VALMYND ×

Fjallgöngur

9. bekkur gekk upp á Kistufell í gær. Mynd: Árný Einarsdóttir
9. bekkur gekk upp á Kistufell í gær. Mynd: Árný Einarsdóttir

Á hverju hausti fara allir árgangar skólans í fjallgöngur. Í upphafi skólagöngunnar er byrjað á að fara upp í Stórurð, en svo smám saman verður gangan erfiðari, en hver árgangur fær úthlutað sinni gönguleið. Þegar grunnskólagöngunni lýkur hafa því allir nemendur kynnst mörgum fjallgönguleiðum hér í kring s.s. upp í Naustahvilft, á Hnífa, Sandfell og Kistufell svo fátt eitt sé nefnt. Þessa dagana hafa nemendur skundað upp um fjöll og firnindi og fór 10. bekkur t.d. siglandi norður í Grunnavík í gær og gekk yfir á Flæðareyri.

Fjallgöngurnar eru mikilvægar til að efla samstöðu og félagsþroska nemenda en í þeim fá þeir tækifæri til að aðstoða samnemendur og  eiga í fjölbreyttum samskiptum um leið og þeir fræðast um nærumhverfi sitt og náttúruna.