VALMYND ×

Fjallgöngur

Þessa vikuna er útivistin í hávegum höfð, þar sem flestir árgangar fara í sínar árlegu fjallgöngur. Á morgun fer 1. bekkur upp í Stórurð, 3. bekkur gengur upp á Hnífa á milli Dagverðardals og Tungudals, 4. bekkur upp í Naustahvilft, 5. bekkur gengur upp með Buná, 6. bekkur fer á Sandfell og 9. bekkur gengur frá Seljalandsdal í gegnum Þjófaskörðin og niður í Hnífsdal. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðum bekkjanna.

Við vonum að veðrið leiki við fjallgöngufólkið okkar á morgun og má vænta þess að margir komi berjabláir heim að loknum skóladegi.