VALMYND ×

Evrópski tungumáladagurinn

Í dag er evrópski tungumáladagurinn, sem er hugsaður sem vettvangur til að sýna fólki í Evrópu hversu mikilvæg tungumál eru. Yfir  6000 tungumál eru töluð í heiminum og á bak við hvert þeirra liggur rík og fjölbreytt menning. Með því að læra tungumál annarra þjóða eykst gagnkvæmur skilningur og við sigrumst á menningarmun sem skilur okkur að. Margir tungumálakennarar og jafnvel heilu skólarnir brjóta upp hefðbundið skólastarf og halda sérstaklega upp á evrópska tungumáladaginn með margvíslegum hætti. G.Í. er þar engin undantekning og er dagurinn nýttur sem best til að gera tungumálum hátt undir höfði, eftir því sem kostur er.