VALMYND ×

Deildarmeistarar 2. deildar í handbolta

mynd: Hermann Þorsteinsson
mynd: Hermann Þorsteinsson

Strákarnir í 4. flokki handknattleiksdeildar Harðar gerðu sér lítið fyrir um helgina og urðu deildarmeistarar 2. deildar. Strákarnir fögnuðu vel og innilega eftir 10 marka sigur í lokaleik sínum í deildarkeppni vetrarins, en nú tekur við úrslitakeppni á meðal 8 bestu liða landsins.

Flestir þessara stráka eru í 9. bekk G.Í., en það eru þeir Friðrik Þórir Hjaltason, Jens Ingvar Gíslason, Gísli Jörgen Gíslason, Hjalti Hermann Gíslason, Eggert Karvel Haraldsson og Jakob Jóhann Veigarsson.

Við óskum strákunum innilega til hamingju með titilinn.