VALMYND ×

Danssýningar

Nú er vordagskráin hafin með öllum sínum fjölbreytileika í skólastarfinu. Danssýningar eru á sínum stað og eru 1. og 2. bekkur búnir að sýna dansfimi sína. Á föstudaginn er svo röðin komin að 3. bekk og svo koll af kolli upp í 7. bekk.

Við hvetjum foreldra og aðra til að koma og sjá þessar fjölbreyttu danssýningar, en þeirra er getið á vikuáætlunum og/eða bekkjarsíðum árganganna.